Góður sigur gegn Hamri

Snæfellsstelpurnar unnu góðan sigur 71-78 á Hamri í Hveragerði í kvöld.  Leikirnir í Hveragerði hafa verið erfiðir fyrir Snæfell í gegnum tíðina en nú hristu Snæfellsstelpurnar úr sér hrollinn strax í fyrsta leikhluta.   Snæfell var með frumkvæðið í leiknum allan tímann en Hamar náði þó að setja spennu í leikinn með góðum spretti í 3.leikhluta.  En Snæfell stóða af sér það áhlaup og tók frumkvæðið á ný og vann á endanum góðan sigur en það má geta þess að Hildur Sigurðardóttir var ekki með Snæfelli í kvöld sökum meiðsla.

Hamar-Snæfell kv