Góður sigur hjá stelpunum

Snæfellsstelpurnar sigruðu lið Grindavíkur 68-81 í kvöld og unnu því báða leikina á milli liðanna í deildarkeppninni. Snæfell leiddi allan tímann og vann alla leikhlutana þannig að sigurinn var sanngjarn. Gunnhildur lék vel í kvöld, dró vagninn framan af og Kristen Green vex með hverjum leik eftir því sem mínútunum fjölgar í Snæfellsbúningnum.

Kristen Green var stigahæst með 23 stig, 11 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta í kvöld og það gerir framlag upp á 28. Gunnhildur stóð henni ekki langt að baki, var með framlag upp á 25. Næstar í stigaskorinu voru Berglind með 13, Sara Sædal 10, Sara Magnúsdóttir nýtti sín skot vel og var með 8 stig, Unnur 5 og Ellen 2.
Nú tekur riðlakeppnin við og þar verður Snæfell í B-riðlinum og fer í hann með 6 stig, Grindavík 8 stig, Valur 12 og Fjölnir 2 stig. Sigurinn í kvöld var því mjög mikilvægur og ekki hægt að segja annað en að stelpurnar séu að stíga upp á hárréttum tíma.

Tölfræðin