Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Gunnhildur Gunnarsdóttir nýkomin heim

Gunnhildur Gunnarsdóttir er nýkomin heim frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í Norðurlandamóti unglinga í körfubolta, með landsliði stúlkna undir 16 ára

Gunnhildur Gunnarsdóttir er nýkomin heim frá Svíþjóð þar sem hún tók þátt í Norðurlandamóti unglinga í körfubolta, með landsliði stúlkna undir 16 ára.  Íslenska liðið spilaði sinn fyrsta leik á móti Dönum og stóð Gunnhildur sig frábærlega þær mínútur sem hún spilaði, kom inn á og gjörbreytti leik íslenska liðsins skoraði 6 stig og tók 2 fráköst.  En varð svo fyrir því óhappi að togna illa á fæti í þriðja leikhluta og lék ekki meira með í mótinu.  Hún kom þó ekki tómhent heim því hún fékk viðurkenningu fyrir framlag sitt til leiksins gegn Dönum. Slíkar viðurkenningar voru veittar þeim leikmönnum sem þóttu með leik sínum hafa haft mest áhrif á leik síns liðs í hverjum leik.  Því miður náðu íslensku stelpurnar ekki að sína sínar bestu hliðar í mótinu, því þær töpuðu öllum sínum leikjum.  Næstar sigrinum komust þær í leiknum gegn Noregi en þeim leik töpuðu þær með aðeins einu stigi 46-47 í leik sem þær leiddu allan tímann þar til í síðasta leikhluta. 

Þó Norðurlandamótið sé búið þá er tímabilið ekki búið hjá Gunnhildi því landsliðið er að byrja æfingar fyrir Evrópumótið í ágúst.  Þá verður aftur bætt við æfingahópinn og hver veit nema fleiri stelpur úr Hólminum verða valdar í þann hóp.