Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Gunnhildur og María í U-16 ára landsliðinu

Þær stöllur Gunnhildur Gunnarsdóttir og  María Björnsdóttir í 10.flokki Snæfells, munu ekki vera í mikilli slökun í páskafríinu.  Þær eru í landsliðshópi U-16 ára í körfunni sem hefur verið kallaður til æfinga um páskana. 

Fyrsta æfingin verður í Grindavík laugardaginn 8.apríl  og svo verða æfingar 10. 11. og 12. og 15.apríl í Keflavík, Njarðvík og Borgarnesi.  Framundan hjá þessu liði er m.a. Norðurlandamót í maí í Stokkhólmi í Svíþjóð og keppni í B-deild Evrópumótsins í Jyväskylä í Finnlandi.   
Þjálfari liðsins er Yngvi Gunnlaugsson