Gunnhildur valin í U-16 landsliðið

Gunnhildur Gunnarsdóttir komst alla leið í 12 manna landsliðshópinn í U-16 ára landsliði kvenna sem mun taka þátt í Norðurlandamótinu í Stokkhólmi síðar í þessum mánuði. 

Það eru fleiri verkefni hjá þessu liði í sumar og mun landsliðsþjálfarinn velja að nýju í 20-24 stúlkna æfingahóp fyrir Evrópumótið síðar í sumar.  Þá er ekki ólíklegt að fleiri Snæfellsstúlkur verði kallaðar til æfinga en þær hafa nokkrar verið að banka á landsliðsdyrnar í þessum flokki.  Svo sannarlega efnilegur hópur sem Snæfell á þar.