Helga Hjördís nýliði

Ívar Ásgrímsson og Margrét Sturlaugsdóttir þjálfarar A- landsliðs kvenna í körfubolta hafa nú valið 16 leikmenn til áframhaldandi æfinga með landsliðinu fyrir komandi verkefni sumarsins.  Þrír leikmenn Íslandsmeistara Snæfells eru í þeim hóp, þær Hildur Sigurðardóttir sem er reyndasti leikmaður landsliðsins með 76 landsleiki,  Hildur Björg Kjartansdóttir sem á að baki 4 landsleiki og svo er það Helga Hjördís Björgvinsdóttir en hún er ein af fjórum nýliðum í þessum hóp.  Fjórði Hólmarinn í hópnum er Gunnhildur Gunnarsdóttir leikmaður Hauka en hún hefur leikið 8 landsleiki.  Eins og áður hefur komið fram hér á vef Stykkishólms-Póstsins, þá voru upphaflega valdir 26 leikmenn og af þeim voru fimm úr Snæfelli en þær Guðrún Gróa og Eva Margrét gáfu ekki kost á sér í þetta sinnið.  Þessi 16 leikmanna hópur mun svo mæta til æfinga í byrjun júní og þá verður endanlegi 12 leikmanna hópurinn valinn fyrir verkefni sumarsins.  Sjá nánar vef KKÍ