Héraðsmót HSH í blaki kvenna var haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar mánudagskvöldið 27. mars sl.  kepptu þar um það bil 60 snæfellskar konur sem skiptust í 8 lið í 1. og 2. deild. 

Héraðsmót HSH í blaki kvenna

Héraðsmót HSH í blaki kvenna var haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar mánudagskvöldið 27. mars sl.  kepptu þar um það bil 60 snæfellskar konur sem skiptust í 8 lið í 1. og 2. deild. 

Héraðsmót HSH í blaki kvenna var haldið í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar mánudagskvöldið 27. mars sl.  kepptu þar um það bil 60 snæfellskar konur sem skiptust í 8 lið í 1. og 2. deild. 
Í 1. deildinni sýndu Reyniskonur yfirburði en þær unnu alla sína leiki og stóðu uppi sem Héraðs-meistarar með 6 stig.  Víkingur, UMFG og Snæfell skildu öll jöfn með 2 stig þar sem innbyrðisviðureignir þeirra enduðu allar með jafntefli. 
     Keppnin í 2. deildinni var jöfn og spennandi.  Keppt var um Héraðsmeistaratitilinn af mikilli hörku og var það síðasta hrinan sem skildi lið UMFG og Reynis að.  UMFG varð héraðsmeistari í 2. deildinni en vann með dyggri aðstoð úr 1. deildinni 25-24 á móti Reyni.  Varð því röðin eftirfarandi; UMFG 5 stig, Reynir 4 stig, Snæfell 2 stig og Víkingur 1 stig.
     Blakkonur á Snæfellsnesi hafa verið duglegar að sækja mót víðsvegar um landið og er næsta mót sem þær taka þátt í Íslandsmót öldunga í Blaki sem fram fer helgina 28.-30. apríl í Snæfellsbæ og Grundarfirði.  Héraðssamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu hvetur blakáhugafólk sem og aðra félaga til að fylgjast með og hvetja konurnar okkar og karlana á því móti. 

Sjá nánar um Íslandsmót Öldunga í blaki sem haldið verður á Snæfellsnesi á http://www.snb.is/blak/snb_blak/

Blakhópurinn samankominn