Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Héraðsmót HSH í sundi

Héraðsmót HSH í sundi var haldið í sundlauginni í Stykkishólmi fimmtudaginn 22.júní.  Því miður var mæting keppenda ekki góð á mótið en það voru einungis keppendur frá Grundarfirði og Stykkishólmi sem tóku þátt.

Mótið var því fámennt aðeins um tuttugu keppendur frá tveimur aðildarfélögum, Snæfelli og UMFG, Víkingur/Reynir sér ekki fært um senda þátttakendur þessu sinni.  En þrátt fyrir fámennan keppnishóp þá var tekið á því og stóðu allir keppendur sig með prýði og skemmtu sér hið besta í keppninni enda annað svo sem varla hægt, blíðskapar veður, flott aðstaða og skemmtilegt fólk.   Keppnin var drengileg en í henni tóku þátt keppendur á aldrinum 11 til 36 ára.  Stigahæstur karla var Guðmundur Ólafur Gunnarsson Snæfelli  og stigahæstar kvenna og jafnframt jafnar voru María Alma Valdimarsdóttir Snæfelli og Oddný Assa Jóhannsdóttir UMFG.  Sigurvegari mótsins var Snæfell með 81stig og í öðru sæti var UMFG með 17 stig.  Næsta sundmót innan héraðs er Barnaog unglingamót HSH sem haldið verður miðvikudaginn 16. ágúst í Stykkishólmi.

Sigurlið Snæfells.
Grundfirðingarnir voru fáir en knáir.
Allir keppendurnir ásamt Öldu Pálsdóttur framkvæmdastjóra HSH
Stigahæstu keppendurnir Ólafur Gunnarsson, María Valdimarsdóttir og Oddný Assa Jóhannsdóttir.