Hildur á leið til Texas

20140130_Snae-Hauk_130Það var ljóst í lok körfuboltatímabilsins að Hildur Björg Kjartansdóttir myndi halda vestur um haf til Bandaríkjanna til náms ásamt því að þróa sig áfram í körfuboltanum.  Á mánudaginn varð það svo opinbert að hún mun stunda nám við UPTA háskólann í Edenburg Texas, eða University of Texas-Pan American eins og hann heitir fullu nafni.  Yfirþjálfari kvennaliðs skólans, Larry Tidwell, sagði frá því á vef skólans að samið hefði verið við Hildi um að leika með körfuboltaliði skólans tímabilið 2013-2014.  Hildur mun vera á  svokölluðum ,,National Letter of intent“ samingi sem ungu námsfólki stendur til boða í Bandaríkjunum ef þau sameina það tvennt að vera efnilegt náms- og íþróttafólk.  Sá samningur er gagnkvæmur, nemandinn skuldbindur sig til að stunda fullt nám út skólaárið en skólinn/stofnuninn að greiða kostnaðinn af því.

Sjá má nánar á vefsíðu UPTA Broncs

og hér á á vefsíðu Brownsville Herald