Hlynur og Siggi í stuði

Hlynur og Siggi gerðu það gott í síðasta leik með liðinu sínu Woonaris í hollensku deildinni á laugardaginn en Woonaris sigraði þá Matrix Magixx á heimavelli 108-88.

Hlynur og Siggi gerðu það gott í síðasta leik með liðinu sínu Woonaris í hollensku deildinni á laugardaginn en Woonaris sigraði þá Matrix Magixx á heimavelli 108-88.
   Matrix eru í 6 sæti hollensku deildarinnar með 10 sigra í 20 leikjum en Woonaris eru hins vegar í neðsta sætinu með 3 sigra í 20 leikjum.  Þannig að þetta var góður sigur hjá þeim félögum.  Hlynur spilaði í 30 mín. og  var með 13 stig og flest fráköst eða 11, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.  Siggi spilaði í 22 mín. og  var með 12 stig, 2 fráköst og 4 stoðsendingar en var ekki eins þjófóttur og Hlynur því hann náði ekki að stela bolta.  Það má einnig geta þess að Hlynur er í þriðja sæti í fjölda frákasta í deildinni með 11,6 fráköst að meðaltali í leik.

 

Lið Woonaris 2005-2006
Hlynur í leiknum gegn Matrix
Sigurður í leiknum gegn Matrix