Höllin klár

Bræðurnir Högni og Þorbergur passa upp á timbrið.
Bræðurnir Högni og Þorbergur passa upp á timbrið.

Félagsmenn í HEFST hafa nú prófað reiðhöllina sem var að mestu leiti reist í sjálfboðavinnu félagsmanna nú í haust og vetur.

Þó er ekki búið að vígja höllina formlega en það verður gert á næstu misserum samkvæmt heimildum.

Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er mikil spenna fyrir komandi tímum þar sem nýtingarmöguleikar hallarinnar eru margir. Almenn ánægja virðist vera um útlit og notagildi hallarinnar, sem og samstöðu hesteigendafélagsins í byggingu hallarinnar.