Í rétta rauða litnum á ný

Gunnhildur, María og Helga Hjördís
Gunnhildur, María og Helga Hjördís

S.l. sunnudag undirritaði UMF Snæfell samninga við leikmenn fyrir komandi leikár. Ánægjulegar fréttir bárust frá þeirri athöfn að þær Gunnhildur Gunnarsdóttir og María Björnsdóttir væru að koma aftur í liðið eftir fjarveru um tíma. Helga Hjördís Björgvinsdóttir sem var gríðarlega mikilvæg þegar Snæfell vann Íslandsmeistaratitilinn í ár skrifaði einnig undir samning. Við sama tækifæri skrifaði Snjólfur Björnson undir áframhaldandi samning við Snæfell.