Íþróttamenn HSH

Í dag voru heiðraðir íþróttamenn HSH í Ólafsvík. Hildur Sigurðardóttir valin körfuboltamaður HSH og íþróttamaður HSH, Katrín Eva Hafsteinsdóttir valin frjálsíþróttamaður HSH.

Íþróttamenn HSH frá vinstri: Unnsteinn Guðmundsson, Skotgrund, Skotíþróttamaður HSH. Siguroddur Pétursson, Snæfellingur, Hestaíþróttamaður HSH.Katrín Eva Hafsteinsdóttir, Umf. Snæfell, Frjálsíþróttamaður HSH. Marínó, tók við viðurkenningu fyrir hönd Ásdísar Lilju Pétursdóttur, Umf. Víkingur, Knattspyrnumaður HSH. Aldís Ásgeirsdóttir, Umf. Grundarfjarðar, Blakmaður HSH. Hildur Sigurðardóttir, Umf. Snæfell, Körfuknattleiksmaður HSH og Íþróttamaður HSH. Hjörtur Ragnarsson, Golfklúbburinn Jökull, Kylfingur HSH. Kristín Halla Haraldsdóttir sem ásamt Björgu Ágústsdóttur fékk viðurkenningu, Vinnuþjarkur HSH.