Meistaraflokkur Snæfells í knattspyrnu hefur æft af kappi undanfarnar vikur. Liðið var nýlega endurvakið og tekur nú þátt í Íslandsmóti undir eigin nafni í fyrsta sinn um langt skeið.

Knattspyrnulið Snæfells endurvakið

Meistaraflokkur Snæfells í knattspyrnu hefur æft af kappi undanfarnar vikur. Liðið var nýlega endurvakið og tekur nú þátt í Íslandsmóti undir eigin nafni í fyrsta sinn um langt skeið.

Meistaraflokkur Snæfells í knattspyrnu hefur æft af kappi undanfarnar vikur. Liðið var nýlega endurvakið og tekur nú þátt í Íslandsmóti undir eigin nafni í fyrsta sinn um langt skeið. Var þetta gert að frumkvæði yngstu strákanna í liðinu og mynda þeir stærstan hluta leikmannahópsins en hafa nokkra eldri og reyndari menn sér til halds og trausts. Þjálfari strákanna er Róbert A. Stefánsson.

 

Snæfell leikur í C-riðli 3. deildar ásamt Kára Akranesi, Skallagrími Borgarnesi, Hvöt Blönduósi, Tindastóli Sauðárkróki og Neista Hofsósi. Leikin verður þreföld umferð, samtals 15 leikir. Fyrsti leikur Snæfells verður í Stykkishólmi næstkomandi þriðjudag kl. 20 þar sem leikið verður gegn Skallagrími.