Þá er komið að því, fyrsti leikur Snæfells í átta liða úrslitum er í kvöld.  Strákarnir spila gegn KR á heimavelli þeirra KR-inga í Frostaskjólinu kl.20.  Það er vonandi að Snæfellingar nær og fjær fjölmenni til að hvetja okkar menn til sigurs. 

Körfuboltinn – Sth.-Pósturinn 11.tbl.

Þá er komið að því, fyrsti leikur Snæfells í átta liða úrslitum er í kvöld.  Strákarnir spila gegn KR á heimavelli þeirra KR-inga í Frostaskjólinu kl.20.  Það er vonandi að Snæfellingar nær og fjær fjölmenni til að hvetja okkar menn til sigurs. 

     Þá er komið að því, fyrsti leikur Snæfells í átta liða úrslitum er í kvöld.  Strákarnir spila gegn KR á heimavelli þeirra KR-inga í Frostaskjólinu.  Það er vonandi að Snæfellingar nær og fjær fjölmenni til að hvetja okkar menn til sigurs.  Snæfellingarnir hafa sýnt það að það býr karakter í liðinu og það getur unnið hvaða lið sem er þegar sá gállinn er á þeim.  Vandinn er hins vegar sá að þetta á líka við um KR-inga þ.e. að þeir geti unnið hvaða lið sem er.  Ég held hins vegar að munurinn á þessum liðum sé einmitt sá að þegar að kemur að því að bíta í skjaldarrendurnar þá eru Snæfellingarnir betur tenntir. 
     Ég tek undir með Hlyni Bærings að ég hef meiri trú á Snæfellingum í leikjunum gegn KR að því gefnu að þeir fái stuðninginn frá áhorfendum.  Það tók ekki síður tímann sinn fyrir áhorfendur að jafna sig á því að nánast helmingur liðsins hvarf á braut að loknu síðasta tímabili.  Nú er hins vegar tíma aðlögunar lokið og nýtt lið mótað sem getur farið alla leið ef allir leggjast á eitt.

Áfram Snæfell

Leikir framundan (með fyrirvara um breytingar, því leikir yngri flokkanna rekast á úrslitakeppnina! )

Fimmtudagur 16. mars 2006
Úrslitakeppnin DHLhöllin kl.20.00  KR -Snæfell 1. leikur í úrslitakeppninni!
Laugardagur 18. mars 2006       
Unglingafl.ka. Stykkishólmur  kl.15:00  Snæfell – Haukar   > Þessum leik hefur verið frestað!!!
9.fl. drengja  Ásvellir kl.11:00  Snæfell – Breiðablik
Minnib.drengja Njarðvík   kl.14:00 Snæfell – Keflavík > Mót hjá minniboltanum, vafasamt með þátttöku!
Minnib.drengja Njarðvík    kl.16.00 ÍR – Snæfell
Úrslitakeppnin Stykkishólmur kl.16:00  Snæfell – KR   2. leikur í úrslitakeppninni!!
9.fl. drengja  Ásvellir kl.17:15  Snæfell – Fjölnir
Sunnudagur 19. mars 2006         
9.fl. drengja  Ásvellir kl.8:30  Snæfell – Skallagrímur
Minnib.drengja  Njarðvík  kl.10.00  Breiðablik – Snæfell
9.fl. drengja  Ásvellir kl.11:00  Snæfell – Keflavík
Minnib.drengja  Njarðvík   kl.12.00 Snæfell – UMFN
9.fl. drengja  Ásvellir kl.15:15  Snæfell – Haukar

Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á pallana í DHL höllinni í Frostaskjólinu í kvöld, fimmtudagskvöld – geta séð leikinn á risatjaldi á Fimm fiskum.
Krakkarnir í 6.-10. bekk geta farið í næsta hús, í Félagsmiðstöðina X-ið og horft á leikinn þar.