Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Kvennagolf

Konur í Mostra spiluðu hring númer tvö af þremur, á kvennamóti klúbbsins á gær.  Spilaðir verða þrír hringir á vellinum og skorið á tveimur bestu látið ráða. 

Sem fyrr var algjör bongóblíða og völlurinn skartaði sínu fegursta sem og keppendur.  Þar sem að völlurinn er heilar 9 holur, sem eru hver annarri lengri þá spila þær aðeins einn hring hverju sinni.  Annars gæfist hreinlega ekki tími til að spjalla sem er algjört lykilatriði að þeirra mati.
Efstar af þeim sem hafa lokið tveimur hringjunum eru:
Auður Kjartansdóttir með 33 punkta
Helga Björg Marteinsdóttir með 29 punkta
Katrín Pálsdóttir með 27 punkta
Það voru þó Unnur Valdimarsdóttir og Sara Jónsdóttir sem spiluðu best í gær, fengu 19 punkta.  Þær hafa þó einungis lokið einum hring til þessa.

Hvenær kemur röðin að mér?
Góður völlur, gott veður er hægt að hafa það betra?
Hrikalegur hiti er þetta.