Landsleikur kvenna

A-kvenna-2014-1Landsleikur í kvennakörfunni fer fram í Stykkihólmi fimmtuaginn 10.júlí kl. 19.15 og í landsliðinu nú eru m.a. 3 dömur úr Stykkishólmi. Það eru þær Hildur Sigurðardóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir. Samanlagt eiga þær 19 landsliðsár að baki og 83 landsleiki. Hildur Sigurðardóttir er reynsluboltinn í hópnum og nálgast leikjamet Birnu Valgarðsdóttur frá árinu 2009, 76 leikir.Landsliðið er á leið til Austurríkis í Evrópukeppni smáþjóða og Hildur sem er komin uppí 73 leiki mun jafna gamla metið í fyrsta leiknum í Austurríki sem er gegn Möltu og svo bæta það gegn Gíbraltar degi seinna. Íslensku landsliðstelpurnar hafa verið að heimsækja að undanförnu sumaræfingar félaganna milli æfinga með landsliðinu. Þar hafa þær kynnt leikina, aðstoðað við æfingar og gefið krökkunum góð ráð. Samhliða hafa þær svo hvatt leikmenn til að taka myndir af sér í körfu og merkja #stelpurikorfu á Instagram. Áfram Ísland! am/Ljósm.KKI