Landsliðsmenn heimsækja Hólminn

13581982_1365286983488439_7172893813186333261_o

KKÍ hefur sett á laggirnar verkefnið Körfuboltasumarið sem á að efla iðkun körfuknattleiks yfir sumartímann. Verkefnið nær yfir sumrin 2016 og 2017 og er það styrkt af Þróunarsjóði FIBA Europe.

Fyrsti áfangi verkefnisins snýst um að A-landsliðsfólk heimsæki þau félög sem eru með sumaræfingar og eða námskeið. Annar áfangi verkefnisins snýst um að setja á laggirnar götukörfuboltamót. Í sumar verður haldið úti-götuboltamót og ef vel til tekst verður þeim fjölgað á næsta ári. Í þriðja áfanganum verða búin til myndbönd með landsliðsfólkinu okkar þar sem þau gera sínar uppáhaldsæfingar og eða sýna hvernig þau æfa á sumrin.

Myndbönd þessi verða gerð aðgengileg á netinu og munu þau auka aðgengi ungra iðkenda að skemmtilegum og flottum æfingum sem þau geta gert sjálf.

Umsjónarmenn verkefnisins eru A-landsliðsmennirnir Haukur Helgi Pálsson, Hörður Axel Vilhjálmsson og Martin Hermannsson. Þeir voru með æfingu fyrir krakkana í Snæfelli s.l. þriðjudag í Stykkishólmi og mætti stór hópur krakka úr Snæfelli.

frettir@snaefellingar.is / Mynd: snaefell.is