Leikmenn á hreyfingu

Snæfellsstúlkur hafa nú kvatt Taylor Brown og spilar hún ekki meira með liðinu á tímabilinu. Hún er þegar farin af landi brott og er ástæðan sögð vera vegna persónulegra ástæðna. Taylor Brown skoraði 21,4 stig að meðaltali í leik, tók 4,8 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar fyrir Snæfell.

Körfuknattleiksdeild Snæfells óskar henni alls hins besta og þakkar henni góð kynni í tilkynningu.

Þegar er búið að finna leikmann til að fylla í skarð hennar. Sú kemur frá Ameríku og heitir Aaryn Ellenberg. Vonast er til að hún geti spilað undir merkjum Snæfells strax eftir helgi.

Fleiri erlendir Snæfellsmenn eru á hreyfingu. Sherrod Wright hefur skrifað undir hjá Haukum og fyllir þar í skarð Aaron Brown. Sherrod spilaði síðasta tímabil með Snæfelli.