Miðvikudagur , 23. janúar 2019

Lengi má á sig blómum bæta

Snæfell kvk íslandsmeistarar 2014Körfuboltatímabilinu lauk formlega í kvöld með lokahófi körfuknattleikssambandsins og venju samkvæmt hlutu þeir verðlaun og viðurkenningar sem þóttu, öðrum fremur, hafa skarað framúr í vetur.  Ekki hægt að segja annað en Íslandsmeistarar Snæfells hafi haldið áfram að hala inn verðlaununum fram á síðustu sekúndu tímabilsins.  Sex viðurkenningar runnu til Íslandsmeistara Snæfells í kvöld.  Í úrvalsdeild kvenna var Hildur Sigurðardóttir kjörin besti leikmaðurinn, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir besti varnarmaðurinn og Ingi Þór Steinþórsson besti þjálfarinn.  Hildur Sig og Guðrún Gróa voru svo ásamt Hildi Björgu Kjartansdóttur í úrvalsliði deildarinnar ásamt Sigrúnu Sjöfn KR og Bryndísi Guðmundsdóttur Keflavík.  Sjá nánar um um lokahófið á vef KKÍ