Maraþon á Kínamúrnum

Þriðju helgina í maí ár hvert er hlaupið maraþon á Kínamúrnum. Þetta er talið með erfiðustu maraþonhlaupum heims, þar sem m.a. er hlaupið upp og niður brattar, misháar og erfiðar tröppur, og eftir gömlum og grýttum stígum.
Í ár tók Snæfellsbæingurinn Ari Bjarnson, eða Ari tannlæknir, þátt í þessu mikla og erfiða hlaupi. Hann skilaði sér í mark á 5:54:31 og varð nr. 312 af 858 hlaupurum sem hófu hlaupið.

Til hamingju með afrekið Ari!
Við eigum því miður ekki myndir af Ara í hlaupinu, en meðfylgjandi myndir sýna brautina, startið í ár og örlítið af erfiðri brautinni.

 

(af Facebook-síðu Snæfellsbæjar)