Mjög þýðingarmikill leikur

752.3Einn þýðingarmesti leikur sumarsins fyrir okkar stelpur verður hér á Ólafsvíkurvelli annað kvöld kl. 18.00 þegar ÍR stelpurnar koma í heimsókn. Leikurinn, er baráttan um annað sætið í riðlinum, hreinn úrslitaleikur. ÍR stelpurnar eru tveimur stigum fyrir ofan okkar stelpur og þar sem að þetta er síðasti leikurinn í riðlinum geta stelpurnar okkar komist stigi upp fyrir ÍR með sigri. Til að auðvelda þeim verkið er afar mikilvægt að þær finni mikinn stuðning frá fjölda áhorfenda. Stelpurnar eru komnar í úrslitakeppnina, sem þær eiga svo sannanlega skilið, eftir frábæra frammistöðu í sumar. Sigur á ÍR í þessum leik og þar með annað sætið gerir það að verkum að þær fá „auðveldari“ mótherja í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni. Samkvæmt spá norsku veðurstofunnar verður, í tilefni dagsins, frábært veður. Það er föstudagskvöld og ætti að vera auðvelt að skapa góða stemmningu. Við skorum því á alla bæjarbúa að fjölmenna á völlinn hvort sem þeir hafa áhuga á fótbolta eða ekki, njóta góðrar skemmtunar og láta í sér heyra á jákvæðann hátt, hvetja liðið og hjálpa til við að koma stelpunum í úrslitin.

Bæjarblaðið Jökull/óhs