Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Mót í Borgarnesi

Mikið var um að vera hjá krökkunum í yngri flokkunum á Nesinu um helgina.  Gott samstarf er nú á milli Víkings Ólafsvík, Reynis Hellissandi og Snæfells í fótboltanum og er það vel. 

 Á vegum þeirra fór sameiginlegt lið að keppa á Borgarnesmótinu í 5.6. og 7.flokki stelpna og stráka og 4.flokkur stelpna og stráka fór til Blönduóss og keppti þar á Smábæjarleikum.  Víkingur og Reynir áttu meirihluta þeirra krakka sem kepptu í Borgarnesi og Snæfell átti einungis fulltrúa í strákaliðunum þar.  Á Blönduósi voru krakkarnir frá Snæfelli hinsvegar í meirihluta og kepptu þar undir merkjum Snæfells. 

      Í Borgarnesi kepptu liðin í fyrsta sinn sem A-lið og varð árangurinn framar vonum, tvö lið í 4. sæti, eitt  lið í 3. sæti og eitt lið í fyrsta sæti en það voru strákarnir í 6. flokki sem náðu þeim árangri. Eins og áður sagði spiluð þarna saman drengir frá þremur félögum og var að sögn aðstandenda gaman að sjá hve vel þessir drengir skemmtu sér saman og voru þeir allir bæjarfélögum sínum til sóma jafnt inn á velli sem utan.

Lið 5.flokks sem tryggði sér 3.sætið með frækilegri markvörslu Sæþórs í vítaspyrnukeppni.
Sigurlið 6.flokks.