Nonni kveður

IMG_0445

Jón Ólafur Jónsson Nonni Mæju sem hefur verið lykilmaður í Snæfelli síðasta áratug hefur nú lagt skóna á hilluna. Nonni hefur átt í meiðslum á tímabilinu og varð það m.a. áhrifavaldur í þessari ákvörðun. Hið gleðilega er að háskólaneminn Nonni leggur stund á sálfræði og hyggst snúa sér alfarið að því á komandi hausti. Vafalaust á Nonni framtíðina fyrir sér sem sem atvinnumaður á sálfræðisviðinu og snýr vonandi aftur heim í Hólm síðar. Árnaðaróskir frá ritstjórninni á Stykkishólms-Póstinum.