Þriðjudagur , 19. febrúar 2019

Nýr þjálfari í Snæfelli

Senid Kulas

 

Senid Kulas frá Bosníu hefur verið ráðinn þjálfari fyrir knattspyrnudeild Snæfells keppnistímabilið 2018. Hann kom hingað til Stykkshólms um miðjan janúar s.l.. Senid er ekki ókunnugur Snæfellsnesi því hann lék með Víkingi Ólafsvík árið 2008 en fór til heimalandsins á ný vegna fjármálahrunsins, það ár. Enn á hann vini í Ólafsvík og samlanda og það var vegna þeirra tengsla sem Senid og Páll Margeir fótboltafrömuður í Stykkishólmi kynntust og úr varð þetta samstarf. Senid er hámenntaður knattspyrnuþjálfari með eina mestu þjálfaragráðu sem hægt er að mennta sig í, að sögn Páls. Árið 2017 var hann valinn þjálfari ársins á sínum heimaslóðum eftir að hafa byggt lið sitt upp í gegnum tíðina og endað á meistaratitili það ár. Heyrst hefur að æfingar sem standa yfir nú séu góðar og vel upp byggðar.

am/frettir@snaefellingar.is/Mynd: Snæfell