Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Siggi spáir Snæfelli sigri

Sigurður Þorvaldsson svarar hér nokkrum spurningum Stykkishólms-Póstsins m.a. hvar hann ætli að leika næsta vetur.

Það hefur lengi staðið til að heyra í þeim Snæfellingum Hlyni og Sigurði sem nú spila sem atvinnumenn í körfubolta með liði Woonaris í efstu deild í Hollandi.  Nú þegar dregur til tíðinda hjá fyrrum liðsfélögum þeirra í Snæfelli þá var ekki til setunnar boðið og Stykkishólms-Pósturinn  sendi  þeim línu spurði frétta af þeim.  Hlynur svaraði fyrri hluta spurninganna og sendi okkur um hæl eins og sjá má hér annarsstaðar á vefnum.  Sigurður svaraði svo restinni af spurningunum m.a. hvað hann ætli að gera næsta vetur?

Hvernig verður framhaldið hjá þér Siggi þegar þessu tímabili líkur?  Verður þú áfram í Hollandi hjá Woonaris eða öðru liði eða eruð þið á leiðinni annað, heim e.t.v.?

Það eru ekki miklar líkur á því að ég verði hér aftur en hvar maður spilar á næsta tímabili er ég ekki farinn að pæla í ennþá.

 

Það kom fram hugmynd hjá Hreini Þorkelssyni í 9.tbl Stykkishólms-Póstsins að stofna meistarflokk  kvenna í körfunni hjá Snæfelli.  Í því sambandi nefndi hann að leita m.a. til Öldu Leifar og Hildi Sigurðar um að koma og og spila með Snæfelli.  Semja einnig við þig í leiðinni um að leika með Snæfelli næsta vetur.  Hvernig líst ykkur á þá hugmynd?

Já frábær hugmynd hjá Hreini en hvort hún sé jafngóð í framkvæmd er óvíst. Það væri kannski svolítið ósanngjarnt að ætlast til þess að þessar tvær landsliðsmanneskjur myndu eyða ári í annarri deildinni þar sem ég hef heyrt að hún sé ekki upp á marga fiska.   En fyrsta skrefið væri kannski að stofna lið í annarri deildinni með þær stelpur sem eru til staðar og það er aldrei að vita nema þær myndu koma liðinu upp. Og þá erum við að tala saman…

 

Þá er komið að spánni fyrir úrslitakeppnina.  Hvernig líst þér á Snæfell – KR
Þetta verða mjög jafnir leikir þar sem taugar áhorfenda verða þandar líkt og leikmanna. Ég held að þessi útlendingaskipti hjá KR komi sér vel fyrir Snæfell. Mér finnst eins og Snæfell eigi líka smá inni þótt þeir séu búnir að vera vinna marga jafna leiki að undanförnu þá hafa kanski leikmenn eins

og t.d. Brown og Nonni Mæju ekki verið að spila eins og þeir geta best að undanförnu og ég er 100% viss um að þeir muni stíga upp í þessari seríu eins og allt liðið. Með það að leiðarljósi spái ég Snæfell góðu gengi en þetta verður jöfn sería sem endar með 1-2 sigri Snæfells og Magni verður með flautukörfu í síðasta leik.

Keflavík – Fjölnir?
Þarna held ég að Fjölnismenn séu búnir að panta sér
sumarbústað strax eftir leik númer tvö og þess vegna vinnur Keflavík 2-0.

Njarðvík – ÍR?
Njarðvíkingar eru aðeins að missa dampinn eftir frábæra
byrjun á Íslandsmótinu, þeir voru kannski að toppaof snemma. ÍR eru búnir að vera í smá rugli með Evrópubúa en virðast ætla að klára þetta á Íslendingum og Theo sem er gottog blessað en ég held að Njarðvík taki þetta á heimavellinum, 2-1.

Skallagrímur – Grindavík?
Þessi rimma verður hnífjöfn og býst ég við því
að Hafþór McGunner verði í essinu sínu en því miður

fyrir hann og Skallagrím hef ég það á tilfinningunni að Grindavík vinni þessa seríu. Einhvern veginn held ég að Grindavík eigi eftir að höndla þessa jöfnu leiki betur, svo 2-0 fyrir Grindavík. Og nú er bara fyrir Haffa að sanna að ég hafi rangt fyrir mér sem ég vona að ég geri.

 

 

 

 

 

 

 

Siggi í leik með Woonaris     Ljósm.Paul Faber