Formlegur stofnfundur siglingadeildar Snæfells var á sunnudaginn 30.maí.   Guðbrandur Björgvinsson og Sigurjón Jónsson kynntu hugmyndir sínar um starfsemi siglingadeildarinnar og væntanlega aðstöðu hennar í Vogsbotninum ef samþykki allra landeigenda næst um það.

Siglingamenn kjósa stjórn

Formlegur stofnfundur siglingadeildar Snæfells var á sunnudaginn 30.maí.   Guðbrandur Björgvinsson og Sigurjón Jónsson kynntu hugmyndir sínar um starfsemi siglingadeildarinnar og væntanlega aðstöðu hennar í Vogsbotninum ef samþykki allra landeigenda næst um það.

Fyrsta stjórn deildarinnar var kjörin og hana skipa  Guðbrandur Björgvinsson, Sigurjón Jónsson, Sumarliði Ásgeirsson, Örn Guðbrandsson og Þorsteinn Sigurlaugsson.  Sú vinna sem nú er framundan hjá deildinni er að senda verðandi leiðbeinendur á helgarnámskeið í Reykjavík.  Það eru námskeið sem er á vegum siglingasambandsins og er siglingadeildinni að kostnaðarlausu.  Siglingasambandið er einnig mjög áhugasamt um það að senda eða útvega  leiðbeinendur hingað á fyrstu námskeiðin á meðan verið er að koma þeim af stað. Einnig þarf að huga að því að koma upp aðstöðunni í Vogsbotninum þannig að hægt verði að koma fyrsta námskeiðinu af stað en ætlunin er að það verði um miðjan júnímánuð.

     Allir þeir ungir sem aldnir, sem áhuga hafa á siglingum og vilja fylgjast með hvað er að gerast hjá siglingadeildinni s.s. komandi námskeið geta skráð sig á póstlista hjá deildinni með því að senda póst á sumar@islandia.is .  Það er einnig mikilvægt fyrir deildina að allir séu skráðir sem áhuga hafa þannig að góður fjöldi náist í deildina. 

Væntanlegt framtíðarsvæði siglingaklúbbsins í Vogsbotni