Sigurför drengjaflokks

Nytt_2001_Snaefell_merki10. flokkur drengja í körfubolta lagði í mikla sigurför síðustu helgi. Ferðuðust þeir austur á Hérað og spiluðu þrjá leiki á Egilsstöðum. Lagt var af stað klukkan hálfþrjú á föstudegi og átti liðið flug frá Reykjavík kl. 18:00. Þeirri vél seinkaði um hálftíma og lentu drengirnir á Egilsstöðum kl. 19:30.

Fyrsti leikur þeirra var við heimamenn í Hetti strax eftir flug og vannst sá leikur þrátt fyrir mikið ferðalag og litla upphitun.

Tveir leikir voru spilaðir á laugardeginum, við ÍR annars vegar og Ármann hins vegar og unnust þeir báðir.

Liðið lenti í Reykjavík kl. rúmlega 19 og biðu drengirnir eftir unglingaflokk karla sem spilaði við KR þann dag. Haldið var heim með rútu og komust allir heim undir miðnætti. Þjálfari er Gunnlaugur Smárason og spila drengirnir næst í C-riðli.