Skvísumót

Árlegt skvísumót Golfklúbbanna í Stykkishólmi og Grundarfirði var í gær þegar skvísur úr Mostra og Vestarrr áttust við á Víkurvelli.  Spilaður var einn hringur að kvenna venju og mikið spjallað á leiðinni. 

Í golfskálanum beið svo hlaðborð kræsinga af ýmsu tagi að lokinni spilamennsku.  Mættu karlarnir fara að taka konurnar sér til fyrirmyndar í mótahaldi.  Það vakti sérstaka eftirtekt að engin flugvél kom til lendingar að þessu sinni.  Ekki voru komin úrslit þegar þetta er skrifað en þau koma síðar.

Ein skvísan púttar og augnabliki síðar steinlá kúlan í holunni.