Fimmtudagur , 23. nóvember 2017

Snæfell af stað í körfunni

Nú er meistaraflokkurinn að skríða af stað eftir sumarfrí og ekki laust við að fólk sé orðið spennt fyrir vetrinum.  Geof Kotila þjálfari var hér um síðastliðna helgi og stýrði nokkrum æfingum en fór svo til Bandaríkjanna í dag. 

Nú er meistaraflokkurinn að skríða af stað eftir sumarfrí og ekki laust við að fólk sé orðið spennt fyrir vetrinum.  Geof Kotila þjálfari var hér um síðastliðna helgi og stýrði nokkrum æfingum en fór svo til Bandaríkjanna í gær.  Blaðamaður Stykkishólms-Póstsins rakst á Geof á götu á mánudeginum og átti við hann stutt spjall.  Sagði hann heimsókn sína nú aðallega til að heilsa upp á væntanlega leikmenn og sjá þá í ,,aksjón“ þannig að hann fengi betri mynd af þeim.  Hann var mjög ánægður með þann hóp sem hann hefði hér.  Aðspurður um erlenda leikmenn sagði hann myndi byggja á íslensku strákunum, lagði áherslu á það að byggja upp þann hóp sem hér væri.   Sagðist myndi athuga með Bandaríkjamann þegar hann færi til baka til Bandaríkjanna.  Á honum var helst að heyra að einum leikstjórnanda yrði bætt við hópinn, sá leikmaður þyrfti að vera liðsmaður, gera aðra leikmenn í kringum sig betri.
     Blaðamaður kíkti á æfingu á mánudagskvöldið og þar voru þá mættir tíu leikmenn og vantaði nokkra sökum vinnu.  Það er greinilegt að Geof er mjög skipulagður þjálfari allt skipulagt og hver mínúta nýtt þannig að það var ekkert slegið af á æfingunni.   Þetta var næst síðasta æfingin og menn aðeins að liðkast, sérstaklega „Núnni“, enda hann alltaf í toppformi.  Það lítur vel út með hópinn, nær öruggt orðið að Hlynur verði með liðinu í vetur sem og Daniel Ali Kazmi en hinsvegar mun fyrirliðinn Lýður Vignisson ekki vera með því hann er á leiðinni í nám fyrir sunnan.  Að öðru leyti er hópurinn eins og hann var gefinn upp hér í vor í fréttatilkynningu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells.  Við látum hann fylgja hér með til upprifjunar og höfum þá félaga Hlyn og Daniel Ali með þar til annað kemur í ljós. 

 

    Nafn Staða   Hæð

   Fæðingarár   

    Árni Ásgeirsson Bakvörður/framherji       192 cm          1986
    Arnþór Pálsson Bakvörður   182 cm         1985
    Atli Rafn Hreinsson Bakvörður   193 cm         1989
    Birkir Björgvinsson Framherji   190 cm         1985
    Bjarne Nielsen Bakvörður/framherji   190 cm         1985

    Daniel Ali Kazmi

Bakvörður/framherji   190 cm         1987
    Guðlaugur Gunnarsson Bakvörður   187 cm         1986
    Guðni Valentínusson Miðherji   204 cm         1985
    Gunnar Már Gestsson Framherji   189 cm         1982
    Gunnlaugur Smárason Bakvörður   180 cm         1983
    Helgi Reynir Guðmundsson Bakvörður   180 cm         1980
    Hlynur Bæringsson Mið-/framherji   199 cm         1982
    Ingvaldur Magni Hafsteinsson        Framherji   199 cm         1981
    Jón Ólafur Jónsson Framherji   199 cm         1981
    Lýður Vignisson Bakvörður   187 cm         1981
    Róbert Árni Jörgensen Framherji   190 cm         1983
    Sigurður Þorvaldsson Framherji   200 cm         1980
    Sveinn Davíðsson Bakvörður/framherji   190 cm         1986