Snæfell-Álftanes: 1-1

snæfell 4. deild 2014Það blés hressilega um drengina í Snæfelli og Álftanesliðinu þegar þeir öttu kappi á Stykkishólmsvelli nú í kvöld í Íslandsmóti 4. deild karla A riðli.  Álftanesliðið var fyrir leik efst í riðlinum ásamt Kára og Snæfell í fimmta sæti.  Álftnesingar voru fyrri til að skora og hélt sú staða lengi vel.  Snæfellingar sem spiluðu í mótvindi í seinni hálfleik jöfnuðu á lokamínútunni. Úrslitin 1-1.

Snæfell 4. deild 2014