Snæfell í úrslitaleiknum í 9.flokki á morgun

Eins og komið hefur fram í Stykkishólms-Póstinum þá eiga strákarnir í  9.flokknum möguleika á að verða bikarmeistarar á morgun þegar þeir mæta Fjölni kl.14:00  á heimavelli KR í Frostaskjólinu, hinni svo kölluðu  í DHL höll.  Hvað segir þjálfarinn Jón Ólafur Jónsson um leikinn? 


Eins og komið hefur fram í Stykkishólms-Póstinum þá eiga strákarnir í  9.flokknum möguleika á að verða bikarmeistarar á morgun þegar þeir mæta Fjölni kl.14:00  á heimavelli KR í Frostaskjólinu, hinni svo kölluðu  í DHL höll.  Hvað segir þjálfarinn Jón Ólafur Jónsson um leikinn?

Hvernig á að leggja upp leikinn á morgun, Jón?
Við leggjum bara upp með það að sigrast á þessari frægu pressu þeirra. Við erum algjörir ,,underdogs” eins og sagt er, í þessari viðureign.  Við komum bara ákveðnir og jákvæðir í þennan leik og ef við náum að byrja sterkt þá kannski komum við þeim í opna skjöldu því þeir eru ekki vanir því að spila jafna leiki og það er spurning hvernig þeir höndla það.  Þeir eru vanir því að vera 20-30 stigum yfir, ef ekki meira, í hverjum einasta leik.

Eru Fjölnismenn búnir að vera langsterkastir í sínum flokki í vetur?

Já, þetta eru strákar sem eru búnir að vera að spila líka í 10.flokki þ.e. flokk fyrir ofan sig og eru búnir að vera langsterkastir í sínum aldursflokki síðustu ár.

9.flokkurinn ásamt Jóni þjálfara              Ljósm.Andrés Kr.