Snæfell mætir Haukum í bikarnum

Dregið var í 32 liða úrslit bikarkeppni karla í dag.  Snæfell var ekki alveg að detta í lukkupottinn því mótherjinn verður Haukar og er það ein af fjórum viðureignum í þessari umferð þar sem úrvalsdeildarlið mætast.  Lukkan var þó með Snæfellspiltum hvað varðar leikstað því þeir fengu heimaleik og mun hann fara fram á tímabilinu 30.október -3.nóvember.  Önnur athyglisverð viðureign í þessari umferð bikarkeppninnar er leikur Grundfirðinga gegn Breiðabliki sem verður í Grundarfirði.  Grundfirðingar eru nú að rífa körfuboltann í gang og hófu leik í 3.deildinni síðastliðinn laugardag með stórsigri á Keflavík b, 89-35.