Þriðjudagur , 22. janúar 2019

Snæfell mætir KR í kvöld

Nú er seinni hluti Íslandsmótsins að fara í gang í körfunni.  Hjá stelpunum byrjar Snæfell nýja árið í með leik gegn KR í kvöld í DHL-höllinni í Reykjavík.  Kristen Green er mætt og það verður spennandi að sjá hvað hún gerir í sínum fyrsta leik.

Nú er seinni hluti Íslandsmótsins að fara í gang í körfunni.  Hjá stelpunum byrjar Snæfell nýja árið í með leik gegn KR í kvöld í DHL-höllinni í Reykjavík.  Kristen Green er mætt og það verður spennandi að sjá hvað hún gerir í sínum fyrsta leik.

Kirsten kom til Stykkishólms á mánudaginn og er búin að æfa vel þessa tvo daga með stelpunum en þær eru flestar rétt að klár jólafríið í grunnskólanum og fjölbrautaskólanum og hafa því geta æft tvisvar á dag. 
      
Það er engin vafi á því að Kristen kemur með aukinn kraft í lið Snæfells, hún er gríðarlega snögg og vinnusöm og skákar þar forvera sínum þó hún komi ekki til með að rífa niður fráköstin í sama mæli og Ashley, enda mun minni.  Hún mun að öllum líkindum leika mest sem tvistur eða þristur hjá Snæfelli en á eflaust eftir að fara í leikstjórnandann líka og verður spennandi að sjá hvort hún komi til með að rífa Snæfellsliðið með sér upp á næsta þrep.  Gerist það þá geta Snæfellsstelpur farið að setja sér önnur markmið en næstu þrír leikir munu skera úr um það hvort það sé raunhæft. Snæfell mætir fyrst eins og áður sagði KR og síðan mæta stelpurnar þeim liðum sem eru næstar þeim í deildinni Fjölni og Grindavík.  Fjölnir hefur til þessa aðeins unnið einn leik og það var gegn Snæfelli, tiltölulega öruggur sigur Fjölnis og sannarlega enginn toppleikur hjá Snæfelli þar.  Snæfell sýndi það svo gegn Grindavík hér heima að liðið getur verið ansi öflugt ef liðið hrekkur í gírinn, öruggur 85-71 sigur í leik sem var lokaleikur Detru Ashley og hún kvaddi svo sannarlega með stæl.  Detra var með sannkallaða tröllatvennu í þeim leik með 27 stig, 22 fráköst og heildarframlag upp á 42 og hefur enginn leikmaður í deildinni náð þeirri einkunn.  Detra náði enda að hífa sig hressilega upp tölfræðilistann með þessum leik og er enn efst hvað varðar fráköst að meðaltali í leik með 15,9, hún var með 17,9 stig að meðaltali og meðalframlag hennar þessa 7 leiki sem hún lék var 22,3 er þar í 4.sætinu. 
       
En það má segja að með brotthvarfi Detru hafi Berglind Gunnarsdóttir tekið við keflinu og hún óx með hverjum leik fram að jólafríinu frá og með leiknum gegn Grindavík og endaði á stórleik gegn Val hér heima með 20 stig og 8 fráköst og 16 í framlag.  Í þessum lokaleikjum eftir brotthvarf Detru var Berglind með 16,2 stig og 6,75 fráköst og 12 í framlag að meðaltali og það er ekki slæmt hjá 15 ára gömlum leikmanni á sínu fyrsta ári í efstu deild.  Sjá má nánar um tölfræði leikmanna Snæfells hér.
       En nú er sem sagt seinni hlutinn hafinn þrír leikir framundan áður en deildinni verður svo skipt í tvo riðla þar sem lið í 1.-4.sæti verða í A-riðli og liðin í 5.-8.sæti í B-riðli og þar munu liðin leika heima og heiman þ.e. 6 leiki á lið.  Liðin fara með sín stig inn í riðlana og eins og staðan er nú þá væri Snæfelli í B-riðli þar sem staðan væri þessi:

5. KR            10 stig

6. Grindavík    8 stig

7. Fjölnir         2 stig

8. Snæfell         2 stig

 

Þannig að næstu þrír leikir eru gríðarlega mikilvægir fyrir Snæfell.  Það er reyndar stutt í neðsta liðið í A-riðlinum, Val sem er í 4.sæti með 12 stig en KR á t.d. eftir að leika gegn þeim áður en skipt er upp í riðlana og því gætu þessi lið hugsanlega haft sætaskipti sem er ekki ólíklegt því KR fékk góðan liðsauka í jólafríinu þegar landsliðskonan Margrét Kara Sturludóttir gekk til liðs við liðið. 
       
Að lokinni riðlakeppninni er hinni eiginlegu deildarkeppni lokið og því er það lið sem er þá efst í A-riðlinum deildarmeistari.  Þá hefst úrslitakeppnin og þangað fara liðin fjögur úr A-riðlinum og tvö efstu liðin úr B-riðlinum en tvö neðstu liðin í B-riðli hafa þá lokið keppni, neðsta liðið fallið í 1.deild en það næst neðsta heldur sæti sínu í deildinni.

Kristen Green