Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Snæfell mætir KR í kvöld

Það er spennandi leikur framundan kl.19:15 í Fjárhúsinu í kvöld þegar lið KR kemur í heimsókn öðru sinni á tímabilinu.  Liðin hafa mæst tvisvar í hörkuviðureignum og rimman í kvöld ætti ekki að verða síðri því nú mætir Snæfell sterkara til leiks en í hinum tveimur því nýji leikstjórnandinn Lucious Wagner leikur sinn fyrsta heimaleik.

Það er spennandi leikur framundan kl.19:15 í kvöld í Fjárhúsinu þegar lið KR kemur í heimsókn öðru sinni á tímabilinu.  Liðin hafa mæst tvisvar í hörkuviðureignum og rimman í kvöld ætti ekki að verða síðri því nú mætir Snæfell sterkara til leiks en í hinum tveimur því nýji leikstjórnandinn Lucious Wagner leikur sinn fyrsta heimaleik.

Það er ekki líklegt að KR-ingar mæti með neitt vanmat í leikinn í kvöld, þeir gera sér örugglega grein fyrir því að þeir þurfa toppleik til að sigra í kvöld og koma því ekki til með að gefa tommu.  Þeir voru nærri fallnir á vanmatinu þegar þeir komu hér í bikarnum en gera það örugglega ekki aftur.  Þá fór mest af þeirra orku í endalaust tuð við allt og alla og bara Jakob frá Hrísdal sem hélt haus enda besti maður KR í þeim leik.  Snæfell hefur vaxið með hverjum leik og með tilkomu Lucious Wagner í leikstjórnendastöðuna þá er liðinu allir vegir færir trúi, leikmenn á það sjálfir.  Það er bara einn bikar eftir í pottinum fyrir Snæfell og því ætti markmiðið að vera klárt.  Næstu tveir leikir þ.e. gegn KR og svo Keflavík úti, eru mikilvægir því með sigrum í þeim fer Snæfell örugglega í 3.sætið.  KR er frábært varnarlið og ganga langt í sínum varnarleik en það hefur jafnframt sýnt sig að ef þeir fá á sig sama meðalið þ.e. sterkan varnarleik þá höndla þeir það illa. 
      Í fyrri leik liðanna í deildinni á heimavelli KR, var Snæfell án Hlyns Bæringssonar og það munar örlítið um hann.  Þó Hlynur hafi ekki verið með Snæfelli í þeim leik sjálfur frákastakóngur deildarinnar, þá tók Snæfell samt fleiri fráköst í þeim leik en KR liðið.  Í þeim leik náði KR ekki að tryggja sér sigurinn 91-80 fyrr en á síðusut 2 mínútunum. 
     
Í bikarleiknum hér heima sem lauk með 6 stiga sigri KR 73-69 voru það fyrst og fremst Jakob og Jón Arnar sem gerðu gæfumuninn, voru með 51stig af 79 en stóru mennirnir hjá KR áttu erfitt uppdráttar og kaninn komst ekki á blað.  Snæfell er sterkasta liðið í deildinni undir körfunum það er enginn vafi, og nú er Snæfell komið með styrkingu í bakvarðarstöðuna sem vonandi dugar til að draga úr þessu mikla framlagi frá bakvörðum KR og um leið að auka framlag bakvarðanna hjá Snæfelli.  Lucious er fremur hávaxinn af bakverði að vera og hann sýndi það í sínum fyrsta leik gegn Þór að hann ætlar líka að blanda sér í fráköstin.  Lucious Wagner stökk nánast beint í þann leik án samæfingar með liðinu sem honum hefur nú gefist smá tími til og vonandi bætir hann enn í leik sinn í kvöld.  Nái Snæfell sínum besta leik þá verður fyrsti tapleikur KR í vetur staðreynd og það eru engin ný sannindi að líkurnar eru meiri á sigri hjá Snæfelli eftir því sem stuðningshópurinn á pöllunum er stærri.

Lucious Wagner á einni af sínum fyrstu æfingum með Snæfelli.  Er greinilega í meðalhæðinni rétt rúmir 190 cm.