Snæfell mætir Stjörnunni í kvöld

Það verður skekmmtileg viðureign í Fjárhúsinu í kvöld þegar Snæfell mætir Justin Shouse og félögum hans í Stjörnunni.  Þetta verður fyrsti leikur Justins gegn Snæfelli hér á heimavelli og spennandi að sjá hvað hann gerir gegn sínum gömlu félögum.  Justin kom reyndar hér fyrr í haust  þegar Stjarnan marði Mostra í bikarnum.  Stuðningsmenn Snæfells taka örugglega vel á móti þessum baráttujaxli sem vonandi tekur það rólega í kvöld.

  Leikurinn í kvöld er mikilvægur fyrir bæði lið Snæfell er með 4 sigra og 5 töp eftir 9 leiki og á eftir tvo leiki fram að jólum.  Það ætti því að vera markmið liðsins að snúa þessu við fyrir jólafrí og hafa stöðuna 6/5 þegar farið er í frí.  Stjarnan þarf einnig nauðsynlega á stigum að halda, hafa einungis unnið 2 af 9 leikjum sínum og ætli liðið sér ekki að sitja eftir á botninum ásamt Skallagrími þá þurfa sigrarnir að fara að koma.  Munurinn á liðunum í deildinni er hinsvegar ekki mikill og og því þarf lítið til að staðan í deildinni breitist.  Bæði lið töpuðu sínum síðasta leik, Snæfell gegn Grindavík 93-81 og Stjarnan fyrir Breiðabliki 87-91.  Stjarnan tapaði þar sínum fjórða leik í röð en Snæfell hefur hinsvegar verið á uppleið og stígandi verið í leik liðsins.  Magni lék ekki með gegn Grindavík vegna prófa og það sama er upp á teningnum í kvöld en Birgir Pétursson kemur aftur inn í hópinn fyrir leikinn í kvöld. 
Skyldi hinn heimsfrægi dúett „Lonesome Nonni and the red one“ koma fram í hálfleik?

Snæfell lék síðast á heimavelli við KR í bikarnum þann 20.nóvember og þá afhenti Fannar Ólafs fyrirliði KR Snæfelli blóm í tilefni af 70 ára afmæli Ungmennafélagsins Snæfells í október s.l. en félagið hélt upp á afmælið  helgina á undan.