Snæfell mætir Þór í kvöld fyrir norðan

Snæfell heldur norður fyrir heiðar til Akureyris eins og Bó sagði forðum. Á Akureyris mætir Snæfell Þórsurum og nú snýst málið um það fyrir Snæfell að verja 4.sætið. Fyrir Þórsarana er málið að koma sér upp í 8.sætið og þar með inn í úrslitakeppnina.

Snæfell heldur norður fyrir heiðar til Akureyris eins og Bó sagði forðum. Á Akureyris mætir Snæfell Þórsurum og nú snýst málið um það fyrir Snæfell að verja 4.sætið. Fyrir Þórsarana er málið að koma sér upp í 8.sætið og þar með inn í úrslitakeppnina.

Þórsrar munu því ekkert gefa eftir því þeir mega illa við að tapa fleiri stigum ætli þeir sér ekki að missa liðin fyrir ofan lengra á undan sér þannig að það bil verði ill brúanlegt. Þórsarar fengu til liðs við sig nýjan leikmann eftir áramótin í stað Cedric Isom sem er meiddur. Það er þó um framherja að ræða Konrad Tota 194cm á hæð og hann hefur nú þegar leikið 2 leiki og var með 18 stig 3 fráköst og 1 stoðsendingu að meðaltali í þeim leikjum. Snæfell hefur einnig bætt við sig leikmanni, Lucious Wagner er kominn til liðs við liðið og spurning hvort hann nái að vera með í kvöld. Það er mjög mikilvægt fyrir Snæfell að fá hann inn í kvöld svo hann komist sem fyrst í leikæfingu með liðinu. Ekki síst þegar horft er til þess að næstu tveir leikir Snæfells eru hreinir stórleikir og gríðarlega mikilvægir fyrir framhaldið. Fyrst er það heimaleikur gegn KR föstudaginn 30.jan og svo útileikur gegn Keflavík og baráttan um 3.sætið ef Snæfell heldur rétt á spilunum þangað til, föstudaginn 6.febrúar.
En það þýðir þó ekkert fyrir Snæfellsliðið að horfa til þessa leikja nú, fyrst er það Þór og sá leikur verður að vinnast. Snæfell vann fyrri leik liðanna í deildinni þetta tímabilið 88-71 og var það nokkuð sannfærandi sigur. Snæfell er búið að leika tvo leiki eftir áramótin og vinna báða sannfærandi og verið í 100 stigunum í þeim báðum. Sóknin hefur því verið að standa sig en það eitthvað voru drengirnir ósáttir við vörnina hjá sér á móti Tindastóli sem skoraði 88 stig og svo hátt skor dugar nú yfirleitt til sigurs. En á móti kemur það skiptir svo sem engu máli hvað andstæðingurinn skorar mikilð svo fremi þú skorar meira. Síðast leikjur var svo gegn Skallagrími og það verður að segjast að Skallagrímspiltar náðu sér ekki á strik í þeim leik þannig að Snæfell hafði lítið fyrir 104-62 sigri í þeim leik. Það jákvæða sem Snæfell hefur með sér úr þeim leik er góður leikur hjá Atla Rafni og þær spilamínútur sem bekkurinn fékk í sinn reynslubanka.

Staðan í deildinni nú.