Snæfell lauk keppnistímabilinu í körfuboltanum á þriðjudaginn með tapinu gegn KR.  Því miður fór það svo að sigurinn endaði KR megin í þetta sinnið 67-64.  Spjallað var við Bárð Eyþórsson þjálfara af því tilefni um leikinn og framtíðina.

Snæfell og Bárður

Snæfell lauk keppnistímabilinu í körfuboltanum á þriðjudaginn með tapinu gegn KR.  Því miður fór það svo að sigurinn endaði KR megin í þetta sinnið 67-64.  Spjallað var við Bárð Eyþórsson þjálfara af því tilefni um leikinn og framtíðina.

Snæfellingar luku keppnistímabilinu í ár með tapi gegn KR í oddaleiknum 64-67 eins og okkur er öllum kunnugt.  Enn og aftur var það sóknarleikurinn sem var ekki að ganga upp eða kannski frekar hvernig Snæfellingar enduðu sóknirnar.  Hittnin var í algeru lágmarki og engu líkara en að ummál körfunnar minnkaði eftir því sem leið á keppnina.   Voru bæði liðin reyndar undir sömu sökina seld þar enda voru leikirnir jafnir og skorið lítið.  Þannig var skotnýtingin í tveggja stiga skotunum 38,2% (37,2% hjá KR), 3 stiga skotnýtingin var 27,8%(20%KR) og vítin aðeins í 46,7% (71,9% hjá KR) en nýting þeirra gerði gæfumuninn í þessum leik.  KR ingar nýta 23 af 32 vítaköstum sínum en Snæfellingar aðeins7 af 15.  Þannig að stigamunurinn þar er því 16 stig og það munar um minna.  Jón Ólafur kom einna best út í nýtingunni með 50% nýtingu í tveggja stiga skotunum og þarf eitt þar sem hann sneri baki í körfuna og skaut blindandi aftur fyrir sig, eitthvað sem verður ekki endurtekið.  En nóg um þennan leik hann er löngu búinn og gleymdur.  Heyrðum aðeins í Bárði eftir leikinn og tókum við hann stutt spjall. 

Ertu ánægður með frammistöðu þinna manna í leiknum á þriðjudaginn?
Mjög ánægður með það að menn lögðu sig virkilega fram í leiknum og varnarlega séð voru menn að gera mjög góða hluti.  Við lentum hins vegar með þrjá menn Igor, Magna og Jón Ólaf í villuvandræðum fyrri hálfleik og það var bara of stór biti fyrir okkur miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Magni fékk sína 4 villu þegar þrjár mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og kom ekkert inn á aftur fyrr en 8 mínútur er eftir af fjórða leikhlutanum.  Ég tók þá smá séns og skellti honum inná í byrjun leik-hlutans með fjórar villur og hann náði að hanga inni alveg þar til í lokin.  Við voru þó oft á tíðum að gera mjög vel en kannski ekki að enda sóknirnar nægilega vel
Ungu strákarnir fengu mínútur!
Já, Árni og Atli komu inn og voru að standa sig mjög vel. Þessir ungu strákar sem hafa verið viðloðandi liðið í vetur hafa náð sér í dýrmæta reynslu sem þeir koma til með að byggja á í framtíðinni.  Þeir koma til með að bera liðið uppi á næstu árum ásamt þeim strákum sem eru að koma upp úr unglinga-flokknum. 
Hvað með tímabilið sjálft, ertu ánægður með útkomuna?
Já,heilt yfir þokkalega sáttur, við vorum að berjast við efstu liðin allan tíman, vorum aðeins 2 stigum frá 3ja sætinu í lokin.  Má segja að ég sé þó ósáttur við að hafa tapað hér heima fyrir Hamri og ÍR.  En miðað við það. að ég var t.d með undir 10 manns á æfingum í um 21/2 mánuð af tímabilinu, þá er ég sáttur.  Einnig hafa leikmenn vaxið gríðarlega í sinni spilamennsku í vetur t.d. Magni sem ég tel besta Íslendinginn í deildinni í vetur.
Ef við förum í næsta vetur er orðið ljóst með hópinn,  hverjir verði hér og spili?
Já ég veit ekki annað en að allir verði hér, það er þó óljóst með Lýð og Helga vegna náms en að öðru leiti lítur þetta mjög vel út.  Eins og ég sagði áðan þá eru að koma upp gríðarlega efnilegir strákar í unglingaflokknum og einnig aðrir sem hafa verið frá vegna meiðsla eða annarra orsaka, strákar sem koma til með bera Snæfellsliðið uppi á næstu árum.. Þannig að næsta vetur ætti þetta að vera stór og góður hópur. Við ættum ekki að lenda í vandræðum með að fylla æfingahópinn eins og t.d. í vetur því um leið og komu upp veikindi eða forföll þá voru vandræði að fylla hópinn.
En hvað með erlendu leikmennina verða þeir áfram eða koma nýir?
Það er ekkert farið að skoða það enda varla forsenda til þess fyrr en að loknu þingi KKÍ.  Það eru alltaf einhverjar reglugerðarbreytingar varðandi þessi mál og þær verða að vera komnar á hreint áður en farið er að skoða erlenda leikmenn.
Hvað með sjálfan þig?Er búið að bjóða þér áframhaldandi samning?
Það er vilji til þess að ég haldi áfram með liðið en ég á bara eftir að hugsa málið.
Ertu nokkuð búinn að fá nóg af þjálfuninni?
Nei, nei ég er nú svo ungur í þjálfarastarfinu, bara búinn að þjálfa í fimm ár. Byrjaði í fyrstu deildinni og svo fjögur í úrvalsdeild og þar af hefur liðið verið að spila við toppinn í þrjú ár. Vinnan við þetta hefur þó að vísu aukist mjög og þjálfunin og allt í kringum hana tekur sífellt meiri tíma.   Síðastliðin tvö ár má segja að þetta hafi verið heils árs vinna, þar sem vinna við að finna nýja erlenda leikmenn  og ýmislegt annað stúss hefur hafist nánast strax að loknu tímabilinu.

Jón í vörninni gegn ÍR
Bárður Eyþórs