Síðasta umferðin í Iceland-Expressdeildinni var leikin í kvöld og þar bar helst til tíðinda að Snæfell sigraði Þór Akureyri 101-85  í Fjárhúsinu í Stykkishólmi.  

Snæfell sigraði Þór

Síðasta umferðin í Iceland-Expressdeildinni var leikin í kvöld og þar bar helst til tíðinda að Snæfell sigraði Þór Akureyri 101-85  í Fjárhúsinu í Stykkishólmi.  

Síðasta umferðin í Iceland-Expressdeildinni var leikin í kvöld og þar bar helst til tíðinda að Snæfell sigraði Þór Akureyri 101-85  í Fjárhúsinu í Stykkishólmi. Í toppslagnum  sigraði Keflavík Njarðvík 89 -73  og þar með urðu Keflvíkingar deildarmeistarar.   Önnur úrslit urðu:
Höttur-Haukar             61-98.        
Fjölnir-Skallagrímur   75-84         
Grindavík-KR               74-71         
 ÍR-Hamar/Selfoss     95-87         
Þetta þýðir það að Snæfellingar mæta KR í átta liða úrslitum og eiga KRingar heimaleikjaréttinn.  Skallagrímsmenn skutust í þriðja sætið og eiga því heimaleikjarétt gegn Grindvíkingum í átta liða úrslitum.  Aðrar viðureignir í átta liða úrslitum eru Keflavík – Fjölnir og svo mæta Njarvíkingar – ÍR.  Úrslitin munu hefjast 16.mars. 
     Það er einnig ljóst að Þór og Höttur eru fallin í 1.deild en þar hefur Tindastóll þegar tryggt sér sigurinn og mun því leika í efstu deild næsta tímabil.  Hverjir fylgja Tindastólsmönnum upp úr 1.deildinni er ekki enn orðið ljóst.