Snæfellingar á Akureyri

N1 mót KA var haldið dagana 1.-4. júlí s.l á Akureyri og var mótið það 29. í röðinni. Um er að ræða stærsta mótið hingað til, keppendur um 1.800, 180 lið frá 39 félögum og alls 758 leikir sem gera 22.740 mínútur af fótbolta! Tæplega 30 drengir frá Snæfellsnesi tóku þátt í mótinu að þessu sinni. Myndin sýnir eitt lið úr þeim hópi. Snæfellingar fengu Sveinsbikarinn sem veittur er fyrir prúðastu hegðun utan vallar. N1 mótsmeistari var Fylkir.

sp@anok.is / Mynd: Pedro myndir