Snæfellingar við það að ráða þjálfara

Daði og félagar í stjórn meistarflokks Snæfells í körfunni eru á góðri leið með að landa nýjum þjálfara.  Samkvæmt heimildum þá er þetta spurning um örfáa daga þar til allt er klárt.  Daði vinnur greinilega samkvæmt textanum góða „láttu Hólminn heilla þig“ því það sást til hans á rúntinum með þjálfarann um bæinn í dag og fór hann víða. 

Komið var við í verslunum og fyrirtækjum s.s. Bónus, Skipavík, Spítalanum og fleiri stöðum.  Það var ekki síður athyglisvert að Hollands Snæfellingarnir Hlynur og Sigurður voru einnig í bænum í dag og vonandi að það viti á enn frekari góð tíðindi úr herbúðum Snæfells.  Það er allavega ljóst að náist að semja við þennan þjálfara sem er Bandaríkjamaður með mjög góðan þjálfunarferil  og að allir leikmennirnir sem voru í fyrra halda áfram þá eru spennandi tímar framundan.  Tala nú ekki um ef einhverjir bætast við.  Svo er bara að bíða eftir KKÍ þinginu þar sem ákveðið verður hve margir útlendingar mega leika með liðunum á næsta ári.  Það þing verður nú um helgina 6. og 7.maí. 

Hlynur
Siggi