Snæfellsfólk halar inn viðurkenningum

Úrvalsliðið ásamt dugnaðarforkinum, besta þjálfaranum og besta dómaranum.  Mynd KKI
Úrvalsliðið ásamt dugnaðarforkinum, besta þjálfaranum og besta dómaranum. Mynd KKI

Úrvalslið í seinni hluta keppnistímabilsins í úrvalsdeild kvenna var tilkynnt nú í hádeginu.  Þrjár af  fimm stúlkum í úrvalsliðinu koma frá  Snæfelli, það eru þær Gunnhildur Gunnarsdóttir, Hildur Sigurðardóttir og Kristen McCarthy.  Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var jafnframt kosinn besti þjálfarinn og Kristen var kjörin besti leikmaðurinn/MVP.

Sjá nánar á vef KKÍ