Miðvikudagur , 20. febrúar 2019

Snæfellsstúlkur Íslandsmeistarar

Snæfell kvk íslandsmeistarar 2014

Það var gríðarleg stemning í Íþróttahúsi Stykkishólms í gærkveldi þegar Snæfellsstúlkur mættu Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í meistarflokki kvenna.  Möguleiki var á að klára dæmið á heimavelli þar sem staðan í úrslitnum var 2-0 Snæfelli í vil.

Það var allt lagt undir í leiknum og fengum áhorfendur körfuboltaveislu í staðinn.  Leikar fóru þannig að Snæfell vann sigur í leiknum 69-62 og var liðið verðlaunað með Íslandsmeistaratitli og bikar við gríðarlegan fögnuð í húsinu.  Ekki varð gleðin minni þegar tilkynnt var að Hildur Sigurðardóttir hefði verið valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar, MVP, 2014.

Öllum að óvörum kom Páll Óskar fram og töfraði fram mikla gleði bæði hjá leikmönnum og áhorfendum.

Bæjarstjórn Stykkishólms færði liðinu afreksstyrki bæjarfélagsins upp á kr. 1.200.000

Dominos færði liðinu 500.000 kr. í verðlaunafé.

 

Að loknum leik var hóf fyrir liðskonur og stuðningsmenn á Hótel Stykkishólmi.

Til hamingju Snæfell.