Snægrímur með silfur

Snæfell og Skallagrímur sendu sameiginlegt lið til keppni í unglingaflokki karla á Íslandsmótinu í vetur.  Piltarnir stóðu sig mjög vel, voru með hörkulið sem fór alla leið í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn.  Sá leikur fór fram í gær í Kópavoginum þar sem leikið var til úrslita í yngri flokkum Íslandsmótsins.  Í úrslitaleiknum í unglingaflokknum mætti Snægrímur, eins og liðið hefur verið kallað, liði Keflavíkur.  Þar var um hörkuleik að ræða þar sem mikið var skorað og leikurinn lengst af í járnum en Keflvíkingarnir reyndust þó sterkari þegar komið var í lokaleikhlutann og sigu framúr og sigruðu 84-99.  Gullið og Íslandsmeistaratitillinn náðist því ekki á Vesturlandið í þetta skiptið en silfrið er fallegt líka.  Þeir Snæfellspiltar sem komu við sögu, stóðu sig vel og þar fór Stefán Karel fremstur og Keflvíkingar réðu lítið við kappann sem skoraði 34 stig og heil 39 í framlag, Snjólfur var einnig öflugur með 12 stig og 21 í framlag og leynivopnið af bekknum, Jóhann Kristófer, átti flotta innkomu, var með frábæra skotnýtingu, skoraði 12 stig og 13 í framlag. Þorbergur var öflugur í fráköstunum og skoraði 12 stig

Nánari tölfræði úr leiknum hér.