Snjólfur og Stefán í U20

Nú styttist í Norðurlandamót yngri landsliða og þar hefur Snæfell átt nokkra fulltrúa undanfarin ár í hinum ýmsu landsliðshópum.  Yngri landsliðshóparnir eru nú að koma saman til æfinga og nýverið tilkynnti Finnur Freyr Stefánsson val sitt í 28 leikmanna æfingahóp U20 ára landsliðs karla.  Í þeim hópi eru tveir úr Snæfelli, þeir Snjólfur Björnsson og Stefán Karel Torfason. Báðir léku þeir með meistaraflokki í vetur jafnframt því sem þeir fóru hamförum með sameiginlegu liði Snæfells og Skallagríms í unglingaflokki sem varð í 2.sæti á Íslandsmótinu.  Landsliðshópurinn mun mæta til æfinga nú um helgina 16.-18.maí og að þeim æfingum loknum verður fækkað enn frekar í hópnum en U-20 ára liðið mun svo taka þátt á Norðurlandamótinu um miðjan júní.  Sjá nánar á vef KKÍ