Sparkvöllurinn vígður

Sparkvöllurinn verður vígður með pompi og pragt á morgun föstudag kl.11.  Eyjólfur Sverrisson fyrrum atvinnu knattspyrnumaður m.a. hjá Stuttgart og Herthu Berlín í Þýskalandi mætir frá KSÍ og vígir völlinn formlega.  Grunnskólinn og Snæfell munu fá afhenta bolta frá UEFA og styrktaraðilum við þetta tækifæri.   Yngri flokkar Snæfells spila einn leik að tvo í tilefni dagsins.