Það er ekki slæmt hjá um 1170 íbúa byggðalagi að vera með hóp upp á 16-18 manns í körfunni og það allt heimamenn.  Ekki hefur liðið heldur lækkað,  tíu leikmenn eru 190cm og þar fyrir ofan og þar af fjórir um og yfir tvo metra. 

Sterkir heimamenn í Snæfelli

Það er ekki slæmt hjá um 1170 íbúa byggðalagi að vera með hóp upp á 16-18 manns í körfunni og það allt heimamenn.  Ekki hefur liðið heldur lækkað,  tíu leikmenn eru 190cm og þar fyrir ofan og þar af fjórir um og yfir tvo metra. 

Það er þokkalegt og meðahæðin miðað við þessa 16 leikmenn eru rétt tæpir 191cm og meðalaldurinn rétt ríflega 22 ár.  Það hefði einhvern tíma þótt góður hópur.  Það er ekki slæmt fyrir þjálfara að vera kominn með slíkan hóp og það er ekki einu sinni kominn júní.  Það var svolítið önnur myndin hjá Bárði í fyrra sem dugði löngum stundum ein karfa fyrir hópinn á æfingum.  Væntingarnar til liðsins verða að sama skapi meiri þó vissulega séu margir reynslulitlir í meistaraflokki og efstu deild.  Svo er spurningin með erlenda leikmenn það er nú ekki mikil ástæða til að leita eftir miðlungsleikmönnum út fyrir landsteinana, tala nú ekki um ef Hlynur og Daníel verða líka með.  Þá ættu menn bara að keyra á þessu liði í vetur og afla því reynslu sjá hverju það skilar í vor.  Geof Kotila er allavega kominn með efniviðinn nú þegar til  að gera góða hluti.