Fimmtudagur , 23. nóvember 2017
Snæfell lék gegn Tindastóli á Sauðárkróki í gær í 3.deildinni og lauk þeim leik með sigri Tindastóls 11-1.  Mark Snæfells gerði Baldvin I. Baldvinsson á 5.mín. leiksins og jafnaði þá leikinn.  Snæfell hefur þá leikið 4 leiki og eru komnir með 1 stig og markatöluna 5-27.  Það má geta þess að lið Snæfells er mjög ungt og ekki ólíklegt að það sé það yngsta í 3.deildinni en margir leikmenn liðsins eru um og yngri en tvítugt.  Þannig að þeirra er framtíðin og náist það markmið sumarsins að festa meistaraflokkinn í sessi í fótboltanum þá geta spennandi hlutir gerst á næstu árum hjá Snæfelli á sparkvellinum.

Tap gegn Tindastóli

Snæfell lék gegn Tindastóli á Sauðárkróki í gær í 3.deildinni og lauk þeim leik með sigri Tindastóls 11-1.  Mark Snæfells gerði Baldvin I. Baldvinsson á 5.mín. leiksins og jafnaði þá leikinn.  Snæfell hefur þá leikið 4 leiki og eru komnir með 1 stig og markatöluna 5-27.  Það má geta þess að lið Snæfells er mjög ungt og ekki ólíklegt að það sé það yngsta í 3.deildinni en margir leikmenn liðsins eru um og yngri en tvítugt.  Þannig að þeirra er framtíðin og náist það markmið sumarsins að festa meistaraflokkinn í sessi í fótboltanum þá geta spennandi hlutir gerst á næstu árum hjá Snæfelli á sparkvellinum.