Nú tókst KR-ingum það sem þeim tókst nærri því í fyrsta leiknum að stela sigrinum í lokin.  Það gerðu þeir heldur betur núna með þriggja stiga körfu á lokaflautinu og komust þar með einu stigi yfir og unnu leikinn með einu stigi 61-62.  

Tapaðist á flautukörfu.

Nú tókst KR-ingum það sem þeim tókst nærri því í fyrsta leiknum að stela sigrinum í lokin.  Það gerðu þeir heldur betur núna með þriggja stiga körfu á lokaflautinu og komust þar með einu stigi yfir og unnu leikinn með einu stigi 61-62.  

Nú tókst KR-ingum það sem þeim tókst nærri því í fyrsta leiknum að stela sigrinum í lokin.  Það gerðu þeir heldur betur núna með þriggja stiga körfu á lokaflautinu og komust þar með einu stigi yfir og unnu leikinn með einu stigi 61-62.  
   Því miður var íþróttafréttaritari Stykkishólms-Póstsins sá eini sem komst ekki á leikinn sökum veikinda en það var pakkað hús nú sem fyrr.  Við munum því fjalla nánar um leikinn síðar, annars er best að dvelja ekki við þennan leik heldur einbeita sér að oddaleiknum á þriðjudaginn. 
  Nú reynir á strákana að ná að rífa sig upp eftir svona áfall.  Það er alltaf erfitt að tapa en að tapa með flautukörfu er ömurlegt og bara best að gleyma því sem fyrst.  Annars vilja heimildamenn blaðsins meina að þriggja stiga karfan hafi verið tæp, að Melvin Scott hafi hugsanlega verið á línunni þegar hann skaut.