Stjórn meistarflokks Snæfells vinnur nú að krafti að því að finna nýjan þjálfara fyrir meistaraflokkinn.  Stjórnin hefur þegar fundað með leikmönnum um framhaldið og ekkert sem bendir til annars en að allir leikmenn munu halda sig á heimaslóð næsta vetur.

Þjálfaramál hjá Snæfelli í góðum farvegi

Stjórn meistarflokks Snæfells vinnur nú að krafti að því að finna nýjan þjálfara fyrir meistaraflokkinn.  Stjórnin hefur þegar fundað með leikmönnum um framhaldið og ekkert sem bendir til annars en að allir leikmenn munu halda sig á heimaslóð næsta vetur.

    Það er líka ljóst að það er ákveðið tækifæri í þeirri stöðu sem nú er komin upp eins og alltaf er þegar róttækar breytingar verða.  Að sögn Daða formanns þá verður sú vinna sem framundan er varðandi ráðningu nýs þjálfara, unnin í samvinnu við leikmenn.  Það sé einnig ljóst að þeir ætla ekki að tjalda til einnar nætur með ráðningu nýs þjálfara og því munu þeir  vanda valið vel.  Stefnan er nú þegar komin á ákveðna þjálfara sem mun verða rætt við.  Það er stefna stjórnarinnar að ráðning nýs þjálfara verði komin í höfn á næstu tveim vikum.